Vinnuslys
Ef þú hefur lent í slysi í vinnu eða á beinni leið í eða úr vinnu átt þú rétt á slysabótum.
Allir launþegar eru slysatryggðir í vinnunni. Bótaréttur er til staðar úr slysatryggingu launþega, sem er kjarasamningsbundin slysatrygging, og frá Sjúkratryggingum Íslands. Réttur launþega til slysabóta úr þessum tryggingum er óháður því að einhver hafi valdið slysinu af gáleysi.
Verði vinnuslysið rakið til atvika sem vinnuveitandi eða aðrir starfsmenn bera ábyrgð á er líka hægt að sækja bætur á grundvelli skaðabótalaga til tryggingafélags vinnuveitanda. Er þar í flestum tilvikum um mun hærri bætur að ræða en úr slysatryggingu. Þetta á t.d. við þegar vinnuslys verður rakið til bilunar í tækjum, ónógra leiðbeininga, ófullnægjandi fyrirmæla eða mistaka samstarfsmanna.
Mjög mikilvægt er að leita sem fyrst til okkar, því það getur skipt sköpum að aðhafst sé skjótt. Bætur úr framangreindum tryggingum eru:
- Dagpeningar.
- Bætur fyrir læknisfræðilega örorku.
Ef vinnuslys er bótaskylt á grundvelli skaðabótalaga eiga launþegar líka rétt til eftirfarandi bóta:
- Útlagðan kostnað vegna slyssins, s.s. lækniskostnað, sjúkrabifreiðakostnað, lyfjakostnað, sjúkraþjálfunarkostnað o.fl.
- Tekjutap. Verði fólk óvinnufært vegna umferðarslyss á það rétt á að fá tekjutap greitt frá tryggingafélaginu eftir að launarétti lýkur hjá vinnuveitanda, þar til stöðugleikamarki er náð.
- Þjáningabætur.
- Miskabætur.
- Bætur fyrir varanlega örorku.
- Lögfræðikostnað að stærstum hluta.
- Annað fjártjón.