Sjóslys

Ef þú hefur lent í slysi á sjó eða við hafnarstarfsemi.

Sjómennska er krefjandi og stundum hættulegt starf, en sjómenn njóta ríks bótaréttar ef þeir slasast við vinnu á sjó. Þeir eiga rétt á bótum fyrir afleiðingar slyssins á sama hátt og þeir sem lenda í umferðarslysi – óháð því hvort slysið megi rekja til mistaka eða vanrækslu.

Sjómenn sem lenda í slysi geta m.a. átt rétt á eftirfarandi bótum:

  • Útlagðan kostnað vegna slyssins, s.s. lækniskostnað, sjúkrabifreiðakostnað, lyfjakostnað, sjúkraþjálfunarkostnað o.fl.
  • Tekjutap. Verði fólk óvinnufært vegna umferðarslyss á það rétt á að fá tekjutap greitt frá tryggingafélaginu eftir að launarétti lýkur hjá vinnuveitanda, þar til stöðugleikamarki er náð.
  • Þjáningabætur.
  • Miskabætur.
  • Bætur fyrir varanlega örorku.
  • Lögfræðikostnað að stærstum hluta.
  • Annað fjártjón.

Vegna þess hversu víðtækur réttur sjómanna er í vinnuslysamálum er mikilvægt að sækja rétt sinn. Kannaðu málið þér að kostnaðarlausu.

Fáðu samband við sérfræðing