Frítímaslys
Slys geta orðið við ýmsar aðstæður í frítíma.
Bótaréttur vegna slysa í frítímum byggist yfirleitt á frítímaslysatryggingum sem eru oft hluti af fjölskyldutryggingum hjá tryggingafélögum.
Slysatryggingar launþega einnig tekið til slysa í frítíma, ef viðkomandi fellur undir kjarasamning sem kveður á um slíkar bætur. Að auki gildir almenn slysatrygging bæði um slys í frítíma og í vinnu, ef slík trygging er til staðar. Ef slys í frítíma verður vegna vanrækslu annars aðila getur það einnig verið bótaskylt úr ábyrgðartryggingu viðkomandi.
Tryggingafélög bjóða upp á mismunandi fjölskyldutryggingar, og í mörgum þeirra er slysatrygging í frítíma innifalin. Slík trygging getur t.d. veitt bætur vegna slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir í frístundum.