Ferill máls
Ferli slysabóta – Skref fyrir skref
Skref 1
Tilkynning um slys
Sá sem verður fyrir slysi þarf að tilkynna líkamstjónið til viðeigandi tryggingafélags. Við hjá Slysabótum aðstoðum þig við að senda inn tilkynningu, ef það hefur ekki þegar verið gert.
Skref 2
Fyrsta gagnaöflun
Við öflum vottorðs eða samskiptaseðils frá þeirri heilbrigðisstofnun sem tjónþoli leitaði fyrst til eftir slysið.
Skref 3
Afstaða tryggingafélags
Þegar fyrstu gögn hafa borist sendum við þau áfram til tryggingafélagsins. Félagið tekur svo afstöðu til bótaskyldu í málinu.
Skref 4
Viðurkenning bótaskyldu
Þegar tryggingafélagið samþykkir bótaskyldu er hægt að óska eftir endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, svo sem vegna læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar og lyfja.
Skref 5
Stöðugleikapunktur
Eftir að bótaskylda hefur verið viðurkennd stöðvast gagnaöflun þar til tjónþoli hefur náð stöðugleikapunkti, sem er sá tímapunktur þegar ekki er lengur búist við frekari bata. Yfirleitt er gagnaöflun hafin að nýju um 10 mánuðum eftir slysdag.
Skref 6
Öflun lokagagna
Þegar stöðugleikapunkti er náð og ljóst hvort varanlegt líkamstjón sé til staðar, hefst öflun lokagagna. Þá er óskað eftir lokavottorðum frá meðferðaraðilum, sem tjónþoli hefur verið til meðferðar hjá vegna slyssins.
Skref 7
Matsferli
Þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir eru þau send ásamt matsbeiðni til hlutlausra matsmanna, sem meta varanlegar afleiðingar slyssins. Þessi undirbúningur tryggir að matsfundurinn gangi sem best fyrir sig.
Skref 8
Uppgjör slysabóta
Við hjá Slysabótum sjáum um að senda bótakröfu á grundvelli matsins. Yfirleitt næst samkomulag við tryggingafélagið um bótagreiðslu, en ef ekki tekst að semja fara lögmenn Slysabóta með málið fyrir dómstóla.
Við fylgjum þér í gegnum allt ferlið – hafðu samband til að tryggja þinn rétt!