Umferðarslys

Ef þú hefur lent í umferðarslysi átt þú rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ökutækisins sem olli slysinu.

Ef þú verður fyrir líkamstjóni í umferðarslysi átt þú rétt á slysabótum. Þannig eru ökumenn og farþegar allra bíla tryggðir. Bótaréttur er einfaldlega fyrir hendi ef slys verður. Því miður er það útbreiddur misskilningur að fólk í órétti eigi ekki rétt á slysabótum vegna líkamstjóns sem það verður fyrir í umferðarslysi. Það er alrangt! Það skiptir engu hvort þú hafir verið í rétti eða órétti. Ökumaðurinn sem var í órétti er jafnsettur öðrum sem lenda í árekstrinum.

Hið bótaskylda tryggingafélag á að bæta öllum þeim sem lenda í umferðarslysum eftirfarandi:

  • Útlagðan kostnað vegna slyssins, s.s. lækniskostnað, sjúkrabifreiðakostnað, lyfjakostnað, sjúkraþjálfunarkostnað o.fl.
  • Tekjutap. Verði fólk óvinnufært vegna umferðarslyss á það rétt á að fá tekjutap greitt frá tryggingafélaginu eftir að launarétti lýkur hjá vinnuveitanda, þar til stöðugleikamarki er náð.
  • Þjáningabætur.
  • Miskabætur.
  • Bætur fyrir varanlega örorku.
  • Lögfræðikostnað að stærstum hluta.
  • Annað fjártjón.

Bætur vegna umferðarslysa eru yfirleitt taldar í milljónum króna. Mikilvægt er að leita til okkar sem fyrst til að tryggja að málið fari í réttan farveg.

Dæmi um bætur eftir bílslys:

  • Rósa, 38 ára, fékk m.a. áverka í bak og háls eftir aftanákeyrslu. Hún fékk 16 m.kr. í bætur.
  • Andrés, 27 ára, slasaðist á hálsi og baki í árekstri. Hann fékk 11,2 m.kr. í bætur.
  • Anna lenti í bílslysi og fékk áverka á háls og bak. Hún fékk 7,2 m.kr. í bætur.
  • Hersir, 59 ára, lenti í umferðarslysi og fékk m.a. áverka í bak og mjöðm. Hann fékk 7,9 m.kr. í bætur.
  • María, 28 ára, lenti í aftanákeyrslu og fékk áverka í bak og háls. Hún fékk 10,5 m.kr. í bætur.
  • Kristín fékk m.a. áverka í axlir og herðar í umferðarslysi. Hún fékk 11,6 m.kr. í bætur.
  • Aron, 32, lenti í umferðarslysi og fékk m.a. áverka á háls. Hann fékk 7,7 m.kr. í bætur.
  • Edda, 24 ára, fékk m.a. áverka í bak eftir bílslys. Hún fékk 18,5 m.kr. í bætur.
  • Egill, 27 ára, slasaðist í árekstri. Hann fékk 11,2 m.kr. í bætur.

Vélhjólaslys

Ökumenn mótorhjóla eiga sama rétt til slysabóta og þeir sem lenda í bílslysi. Ef þú slasast í vélhjólaslysi, hvort sem þú ert ökumaður eða farþegi, átt þú rétt á bótum. Ekki skiptir máli hvort hinn slasaði var í rétti eða órétti. Þá skiptir ekki heldur máli hvort slysið hafi átt sér stað vegna árekstrar eða vegna þess að ökumaður datt af hjólinu eða missti stjórn á því vegna utanaðkomandi þátta.

Kannaðu málið þér að kostnaðarlausu.

Fáðu samband við sérfræðing