Bótafjárhæðir
Dæmi um bótafjárhæðir í slysamálum
Útreikningur bóta þegar um skaðabótaskylt slys er að ræða, svo sem umferðarslysum og vinnuslysum á sjó, byggist á ákvæðum skaðabótalaga. Við mat á bótum er tekið tillit til ýmissa þátta, þar á meðal aldurs tjónþola, launatekna undanfarinna ára og niðurstöðu matsgerðar.
Þegar um vinnuslys eða frítímaslys er að ræða ræðst bótafjárhæðin hins vegar af tryggingaverndinni sem gilti á tjónsdegi ásamt niðurstöðu matsgerðar um afleiðingar slyssins.
Ekki er unnt að segja til um nákvæma fjárhæð bóta fyrr en matsgerð um afleiðingar slyssins liggur fyrir, en hér eru nokkur dæmi:
- Rósa, 38 ára, fékk m.a. áverka í bak og háls eftir aftanákeyrslu. Hún fékk 16 m.kr. í bætur.
- María, 28 ára, lenti í aftanákeyrslu og fékk áverka í bak og háls. Hún fékk 10,5 m.kr. í bætur.
- Andrés, 27 ára, slasaðist á hálsi og baki í árekstri. Hann fékk 11,2 m.kr. í bætur.
- Anna lenti í bílslysi og fékk áverka á háls og bak. Hún fékk 7,2 m.kr. í bætur.
- Hersir, 59 ára, lenti í umferðarslysi og fékk m.a. áverka í bak og mjöðm. Hann fékk 7,9 m.kr. í bætur.
- Kristín fékk m.a. áverka í axlir og herðar í umferðarslysi. Hún fékk 11,6 m.kr. í bætur.
- Aron, 32, lenti í umferðarslysi og fékk m.a. áverka á háls. Hann fékk 7,7 m.kr. í bætur.
- Edda, 24 ára, fékk m.a. áverka í bak eftir bílslys. Hún fékk 18,5 m.kr. í bætur.
- Egill, 27 ára, slasaðist í árekstri. Hann fékk 11,2 m.kr. í bætur.
Allar þessar fjárhæðir eru raunveruleg dæmi – einungis nöfnum hefur verið breytt.